Friday, March 18, 2011

Tuesday, March 15, 2011

Safarí (Disco Club)

Jæja... nú er ansi langt síðan að ég bloggaði. En það er vegna þess að það er búið að vera svo mikið að gera í skólanum. Aghhh... plús ... ég er búin að vera svolítið hugmyndasnauð... EN hér er smá skemmtilegt. Þetta svolítið fallegt sem mér langar í. Þetta er frá bandarísku síðunni Cardboard Safari. Mig langar í eitthvað af þessum:







Mér finnst endilega eins og ég hafi séð svona eða eitthvað svipað á Íslandi. En man ekki hvar... ojæja ég man það seinna. 

En hér er nýja uppáhaldslagið mitt með hinni frönsku Yelle. Þetta lag á ansi vel við þetta þema þessa bloggs. Safari Disco Club



- Auður -

Wednesday, February 16, 2011

hjörtu og skotapils

Fór í dag á þennan líka æðislega veitingastað, sem allir hafa pottþétt farið á áður nema ég af því að ég er ennþá að hrissta af mér matvendnina, og fékk mér súpu-og-salat-hlaðborð. Og borðaði algjörlega yfir mig.



Já, þetta var semsagt staðurinn Kryddlegin Hjörtu þar sem ég fékk mér hnetu og kjúklingasúpu sem var himnensk, og smakkaði líka tómatsúpuna og sjávarréttasúpuna sem voru báðar mjög góðar. Ég mæli eindregið með þessu í hádeginu, þó þetta sé kannski ekki mjög ódýrt -ca. 1500- aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaallavega...


Á föstudaginn er ég að fara út í fyrsta skipti síðan 2009, sem er nú bókstaflega heil öld síðan, og ætla að gera allt það sem ég er búin að neita mér um;
Versla (sem er búið að vera erfitt að komast hjá útaf þessum útsölum)
Borða óhollt (blessað átakið)
Djamm-og-djúsa!

Já ég get ekki lýst því hversu spennt ég er. Og hérna eru myndir af staðnum:











Verðandi besti vinur minn



Kíki síðan í þessar með allan minn (litla) pening

-Guðrún-

Monday, February 14, 2011

Let them eat cake!

Í gærkveldi var ég svo heppin að rekast á Marie Antoinette leikstýrða af Sofia Coppola í sjónvarpinu rétt þegar hún var að hefjast. Þetta var í annað sinn sem ég sá hana og mér fannst hún alveg jafn frábær í annað sinn. Þó svo að það söguþráðurinn sé ekki ótrúlega spennandi þá heldur hún mér algjörlega við efnið. Það er eitthvað þarna og ég er spennt að vita hvað gerist. 
Þessi mynd heillar mig svo. Litirnir, stíllinn, uppsetningin, tónlistin og stemmningin. Sofia Coppola er meistari! Ég elska hvernig fötin sýna Marie Antoinette breytast í gegnum myndina. 
Ég get ekki sagt að myndin fari mjög rétt með staðreyndir en hún er svo sannkölluð veisla fyrir augað. Ef þú hefur ekki séð þessa mynd þá skaltu skella henni á to-do listann. 



































Ég afsaka óhóflegan fjölda af myndum en fann svo margar fallegar að allar að vera með. 

Í miðri myndinni kom lag sem mér fannst það svo fallegt og ég kannaðist svo við. Ég vissi að ég hefði heyrt það remixað með einhverju öðru lagi. Ég eyddi því klukkutíma í að finna eftir að myndinni var lokið því að annars myndi ég brjálast(svona litlir hlutir fara í taugarnar á mér). Að lokum fann ég það eftir að hafa hlustað á allan diskinn. Lagið heitir Avril 14th. 



Eftir að hafa hlustað á allt lagið gerði ég mér loksins grein fyrir hvar ég hafði hlustað á lagið svo nýlaga. (hefst 1.35 í Avril 14th) En ég hafði heyrt það hjá KANYE WEST. Lagið er af nýja meistarastykkinu hans My Beautiful Dark Twisted Fantasy og lagið er Blame Game. Virkilega flott. 


Núna get ég ekki hætt að hlusta á Avril 14th. 

- Auður -

Sunday, February 6, 2011

House of Stone og Lykke Li

Þetta ótrúlega hús er svo sannarlega "one of a kind". Það er í Fafe fjöllunum í  norður Portúgal og heitir A Casa do Penedo eða House of Stone. Það var byggt árið 1974 sem sumarhús einnar fjölskyldu. Það sem er svo merkilegt að það er byggt á milli og skorið út í 4 stóra steina. Í húsinu eru tvær
 hæðir og innisundlaug!
Vitor Rodrigues, núverandi eigandi húsins, þurfti að flytja út og auka öryggisgæslu hússins með skotheldum gluggum og útidyrahurð úr stáli vegna ágegna ferðamanna. En ég býst við að hann komi þangað af og til í fríum sínum. Ég held að ég væri ein af þessum brjáluðu ferðamönnum ef ég fengi tækifæri til að ferðast um Portúgal. Húsið minnir mig á kletta- og steinhús íslenskra álfa og huldufólks. Eða eins og ég ímynda mér þau. 










 Hér vil ég deila með ykkur nýja uppáhaldslaginu mínu.
Þetta er lagið I follow rivers með hinni sænsku Lykke Li. Myndbandið kom út fyrir nokkrum dögum. Það er nokkuð fullkomin dagsetning útaf snjónum sem er búinn að taka yfir Reykjavík.



- Auður - 



Wednesday, February 2, 2011

Skemmtilega ódýrt og menningarlegt ferðalag

Hér var ég að finna æðislega síðu. Er búin að gleyma mér aðeins á henni í kvöld. Þessi síða er frábær fyrir mig því að eg á ekki mikinn pening til að ferðast þessa daganna. 
Síðan heitir Google Art Project. Með síðunni er hægt að skoða einhver helstu og merkilegustu söfn heimsins. Á nokkrum sekúndum er því hægt að skreppa til New York á The Metropolian Museum of Art. Svo á síðunni er gengið um safnið og listaverkin skoðuð með svo mikillri nákvæmni að það liggur við að maður standi beint fyrir framan það með smásjá. Einnig er hægt að búa til sína eigin möppu með öllum sínum uppáhalds verkum.
Þessi síða er ferðlag fyrir fátæka manninn. Hvorki þarf að borga flug til borgarinnar né aðgöngumiða inná safnið.  Held að þetta borgi sig.


Wheatfield with Cypresses e. Van Gogh

Woman with Parrot e. Gustave Courbet

Mars and Venus United by love e. Paolo Veronese

In the Conservatory e. Eduoard Manet

 Bal du Moulin de la Galette e. Auguste Renoir
(þetta verk er reyndar ekki á neinum af söfnunum sem eru í boði, en þetta er bara í svo miklu uppáhaldi að það varð að fá að vera með)

Linkurinn að síðunni er hér.







Monday, January 31, 2011

Vélmenni og varaþurrkur


Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég hef verið að "obsessa" aðeins of mikið yfir útliti og heilsu. . Því ég er í átaki. En erum við ekki alltaf í átaki? Mér líður allavega þannig. Þannig að ég ætla að kalla þetta lífstílsbreytingu. 

Og ég er búin að vera að missa mig á youtube (þegar ég hef ekkert að gera) að horfa á heimildaþætti og myndbönd á við þessi: 





Og ég get horft eeendalaust á svona myndbönd. Án gríns.
En þá sérstaklega þau bresku, þar sem ég er að fara til Edinborgar eftir hálfan mánuð.

 Þess vegna er ég líka að safna pening. Þannig að ég fór að selja í Kolaportinu, í svona þriðja skiptið á ævinni.  Og ég hef komist að því að það er ekki staður sem ég höndla í svona langan tíma, þó ég kíki oft þangað til að versla (en það er allt annað). Ég hef t.d. aldrei fengið svona mikinn varaþurrk á ævinni, og ég kenni staðnum algjörlega um.

En mig langar að posta nokkrum myndum af vélmennum, af engri sérstakri ástæðu. 

Ég meina: 

og 


og





Jæja það er ekkert meira. Nema þetta: