Wednesday, February 16, 2011

hjörtu og skotapils

Fór í dag á þennan líka æðislega veitingastað, sem allir hafa pottþétt farið á áður nema ég af því að ég er ennþá að hrissta af mér matvendnina, og fékk mér súpu-og-salat-hlaðborð. Og borðaði algjörlega yfir mig.



Já, þetta var semsagt staðurinn Kryddlegin Hjörtu þar sem ég fékk mér hnetu og kjúklingasúpu sem var himnensk, og smakkaði líka tómatsúpuna og sjávarréttasúpuna sem voru báðar mjög góðar. Ég mæli eindregið með þessu í hádeginu, þó þetta sé kannski ekki mjög ódýrt -ca. 1500- aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaallavega...


Á föstudaginn er ég að fara út í fyrsta skipti síðan 2009, sem er nú bókstaflega heil öld síðan, og ætla að gera allt það sem ég er búin að neita mér um;
Versla (sem er búið að vera erfitt að komast hjá útaf þessum útsölum)
Borða óhollt (blessað átakið)
Djamm-og-djúsa!

Já ég get ekki lýst því hversu spennt ég er. Og hérna eru myndir af staðnum:











Verðandi besti vinur minn



Kíki síðan í þessar með allan minn (litla) pening

-Guðrún-

3 comments:

  1. Mmmm heppin þú :) Góða skemmtun og happy shopping!

    ReplyDelete
  2. ég fór einmitt í fyrsta sinn í vikunni og varð ástfangin af þessum stað. Sko kryddlegnum hjörtum.
    Ætla pottþétt að fara oft í viðbót:)

    ReplyDelete
  3. Takk, ég eyddi nokkurn veginn öllum peningnum mínum úti haha, og já ég ætla að reyna að fara þangað einu sinni í mánuði. Geðveikur hádegisstaður.

    ReplyDelete