Monday, February 14, 2011

Let them eat cake!

Í gærkveldi var ég svo heppin að rekast á Marie Antoinette leikstýrða af Sofia Coppola í sjónvarpinu rétt þegar hún var að hefjast. Þetta var í annað sinn sem ég sá hana og mér fannst hún alveg jafn frábær í annað sinn. Þó svo að það söguþráðurinn sé ekki ótrúlega spennandi þá heldur hún mér algjörlega við efnið. Það er eitthvað þarna og ég er spennt að vita hvað gerist. 
Þessi mynd heillar mig svo. Litirnir, stíllinn, uppsetningin, tónlistin og stemmningin. Sofia Coppola er meistari! Ég elska hvernig fötin sýna Marie Antoinette breytast í gegnum myndina. 
Ég get ekki sagt að myndin fari mjög rétt með staðreyndir en hún er svo sannkölluð veisla fyrir augað. Ef þú hefur ekki séð þessa mynd þá skaltu skella henni á to-do listann. 



































Ég afsaka óhóflegan fjölda af myndum en fann svo margar fallegar að allar að vera með. 

Í miðri myndinni kom lag sem mér fannst það svo fallegt og ég kannaðist svo við. Ég vissi að ég hefði heyrt það remixað með einhverju öðru lagi. Ég eyddi því klukkutíma í að finna eftir að myndinni var lokið því að annars myndi ég brjálast(svona litlir hlutir fara í taugarnar á mér). Að lokum fann ég það eftir að hafa hlustað á allan diskinn. Lagið heitir Avril 14th. 



Eftir að hafa hlustað á allt lagið gerði ég mér loksins grein fyrir hvar ég hafði hlustað á lagið svo nýlaga. (hefst 1.35 í Avril 14th) En ég hafði heyrt það hjá KANYE WEST. Lagið er af nýja meistarastykkinu hans My Beautiful Dark Twisted Fantasy og lagið er Blame Game. Virkilega flott. 


Núna get ég ekki hætt að hlusta á Avril 14th. 

- Auður -

No comments:

Post a Comment