Þetta ótrúlega hús er svo sannarlega "one of a kind". Það er í Fafe fjöllunum í norður Portúgal og heitir A Casa do Penedo eða House of Stone. Það var byggt árið 1974 sem sumarhús einnar fjölskyldu. Það sem er svo merkilegt að það er byggt á milli og skorið út í 4 stóra steina. Í húsinu eru tvær
hæðir og innisundlaug!
Vitor Rodrigues, núverandi eigandi húsins, þurfti að flytja út og auka öryggisgæslu hússins með skotheldum gluggum og útidyrahurð úr stáli vegna ágegna ferðamanna. En ég býst við að hann komi þangað af og til í fríum sínum. Ég held að ég væri ein af þessum brjáluðu ferðamönnum ef ég fengi tækifæri til að ferðast um Portúgal. Húsið minnir mig á kletta- og steinhús íslenskra álfa og huldufólks. Eða eins og ég ímynda mér þau.
Hér vil ég deila með ykkur nýja uppáhaldslaginu mínu.
Þetta er lagið I follow rivers með hinni sænsku Lykke Li. Myndbandið kom út fyrir nokkrum dögum. Það er nokkuð fullkomin dagsetning útaf snjónum sem er búinn að taka yfir Reykjavík.
- Auður -




No comments:
Post a Comment