Monday, January 31, 2011

Vélmenni og varaþurrkur


Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég hef verið að "obsessa" aðeins of mikið yfir útliti og heilsu. . Því ég er í átaki. En erum við ekki alltaf í átaki? Mér líður allavega þannig. Þannig að ég ætla að kalla þetta lífstílsbreytingu. 

Og ég er búin að vera að missa mig á youtube (þegar ég hef ekkert að gera) að horfa á heimildaþætti og myndbönd á við þessi: 





Og ég get horft eeendalaust á svona myndbönd. Án gríns.
En þá sérstaklega þau bresku, þar sem ég er að fara til Edinborgar eftir hálfan mánuð.

 Þess vegna er ég líka að safna pening. Þannig að ég fór að selja í Kolaportinu, í svona þriðja skiptið á ævinni.  Og ég hef komist að því að það er ekki staður sem ég höndla í svona langan tíma, þó ég kíki oft þangað til að versla (en það er allt annað). Ég hef t.d. aldrei fengið svona mikinn varaþurrk á ævinni, og ég kenni staðnum algjörlega um.

En mig langar að posta nokkrum myndum af vélmennum, af engri sérstakri ástæðu. 

Ég meina: 

og 


og





Jæja það er ekkert meira. Nema þetta: 


Sunday, January 30, 2011

Að skála með Scarlett!












Hin fallegafallega Scarlett Johansson er andlit Moet & Chandon árið 2011. Þetta eru nokkrar myndir úr nýju herferðinni. Mér finnst þessar myndir svo ævintýralegar. 
Ég vildi að ég gæti verið þarna með henni í galakjól að drekka og skála.

Þessi mynd hér fyrir neðan fær að fylgja með því hún er einfaldlega svo falleg. 
Hefði ekkert á móti einni svona. Henni fylgir penni svo hægt sé að skrifa eitthvað fallegt á flöskuna. 
Efast um að hægt sé að fá hana í Ríkinu hér en ég ætla að hafa augun opin.


Gyðjan með gítarinn


Um daginn fékk ég lánaðan disk hjá Guðrúnu með Joni Mitchell. Síðan þá hefur diskurinn verið á repeat og ekki fengið að vera í friði. Joni Mitchell er í einu orði frábær. Ég dáist að henni. Ég hef komist að því að hún er ekki aðeins tónlistarkona heldur er hún málari og ljóðskáld líka. Það má því kalla hana fjöllistakonu.


Hún fæddist í Kanada árið 1943 og skemmtileg tilviljun hér. Pabbi hennar er að hluta til norskur og pabbi minn er norskur. Kannski erum við tvær þá skyldar. Líklega ekki en það má alltaf vona.

Eftir að hafa lokið menntaskóla og einu ári í listaháskóla ákvað hún að söngurinn rétta leiðin fyrir sig og flutti því til Toronto til að reyna að gera feril úr þeim hæfileika sínum. En stuttu eftir að hún fluttist þangað eignaðist hún dóttur. Hún sá ekki fram á að geta gefið dóttur sinni það líf sem hún átti skilið og gaf hana því frá sér til ættleiðingar. Það má sjá í mörgum lögum hennar að þessi lífreynsla hafði mikil áhrif á hana. Sérstaklega er það áberandi í laginu Chinese Café/Unchained Melody. Þar talar hún um að hún þekkir ekki dóttur sína því að hún gat ekki alið hana upp. Þær sameinuðust þó seinna og ég veit ekki betur en þær eiga í ágætu sambandi í dag.


Hún skrifaði fyrsta samningin sinn árið 1967 við Reprise Records og kom fyrsti diskurinn út ári seinna. Mörg lög urðu vinsæl hjá henni en diskurinn sem kom henni á kortið var Court and Spark (1974). Árið 2002 tilkynnti hún að hún ætlaði að hætta í tónlistarbransanum vegna hversu ósátt hún væri við tónlistarbransinn og hvernig hann væri orðinn í dag. En hún kom þó með nýjan disk, Shine, árið 2007. Á tónlistarferli sínum hefur hún gefið út 19 diska samtals og hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlistina sína.


Hún er haft áhrif á marga tónlistarmenn og verið mörgum "inspiration". Þar á meðal þeirra eru Led Zeppelin, Morrisey, Elvis Costello, Björk, Johanna Newsom og Madonna. Að mínu mati er hún því eins og menntagyðjur grísku goðafræðinnar. En þær voru verndargyðjur ýmissa listgreina. Það er mjög erfitt að flokka tónlistina hennar í einn flokk en auðveldast er að segja að hún spili jazz og folk blandaða tónlist. Sjálf sagði hún: I looked like a folksinger, even though the moment I began to write, my music was not folk music. It was something else that had elements of romantic classicism to it.”


Ég hef fengið að kynnast lögunum hennar á ýmsan hátt. Fyrsta lagið með Joni Mitchell heyrði ég þegar ég var sirka 7 ára. Enþá hafði Janet Jackson tekið viðlagið úr “Big Yellow Taxi” og rappað það upp. Ég fæ alltaf jafnmikið nostralgíukast þegar ég heyri það lag. En fyrsta skiptið sem ég heyrði lag með henni fyrir alvöru var þegar ég var 13 ára og heyrði lagið “Both Sides Now” í klassísku jólamyndinni Love Actually. En ég byrjaði ekki að hlusta almennilega á hana fyrr en í kringum 18 ára þegar vinkona mín tók lagið “A Case of You” í Söngvakeppni Framhaldskólanna. Síðan þá hef ég reglulega tekið mín Joni Mitchell köst og virðist vera í einu núna þessa dagana.

Aðeins of svöl kona!

Hér læt ég fylgja með lagið California því þar vil ég vera núna!


oooog eitt gamalt og gott upp á gamanið. Hér er lagið hennar Janet Jackson
 sem sló svo eftirminnilega í gegn.



p.s. hér er linkur yfir á síðuna með málverkunum hennar fyrir áhugasama.

Wednesday, January 26, 2011

Öss bíddu nú aðeins...

Fyrir svona rúmlega ári, þegar ég var ennþá í menntaskóla, þá fékk ég það gríðarlega hrós frá félagsfræðikennaranum mínum að hún hafi rekist á mynd í Morgunblaðinu af þessum manni: 



Hann var semagt í einhverju auglýsingu og þegar hún sá hann varð henni strax hugsað til mín. Hann minnti hana svo mikið á mig. Og þegar maður er 19 ára stelpa þá getur það varla talist vera hrós. En hún bætti því við að hann var sko í dragi. Ó! Okei þá líður mér miklu betur. 

Þetta varð síðan fljótt einkahúmor hjá bekknum mínum, öllum vinkonunum og jafnvel fjölskyldunni. 

En ég meina samt... Í guðanna bænum, þetta er skeggjaður karlmaður!!




Þess vegna hefur mér alltaf þótt það huggandi þegar fólk líkir mér við uppáhalds leikkonuna mína, Amanda Seyfried. Hún er svo ótrúlega falleg og með sérstök í útliti. Það eina sem er samt líkt með okkur er samt það að ég er með ágætlega stór augu (samt ekki jafn mikið og hún). Og ég var ljóshærð. En ég reyni að þylja í huganum "Amanda Seyfried Amanda Seyfried Amanda Seyfried" í hvert skipti sem ég sé mynd af Ólafi, bara svona til að minna mig á það að ég líkist allavega einhverjum kvenmanni líka. 

En að öllu gamni slepptu (ég tók þetta aldrei nærri mér sem kennarinn sagði, sá strax kómísku hliðina) þá er Amanda Seyfried í miklu uppáhaldi hjá mér - þó hún sé kannski ekki besta leikkona í heimi. 










Hún leikur líka í einni bíómynd sem ég algjörlega elska. Enda er ég algjör sucker fyrir þessum svonefndu "chick-flicks":




Þessi er þó reyndar nánast á sterum, hún er svo væmin. Og endirinn fer alveg með mig. En ég elska hana samt. Og svona náttúrulega Mean Girls og Mamma Mia.

En í lokinn ætla ég að setja inn þann hárlit sem mig langar í, fyrst að Auður var eitthvað að velta fyrir sér hárstílum.





Ég efast samt um að ég þori að lita það svona. Er líka eitthvað að reyna að worka náttúrulega hárlitinn þessa dagana...

PS. Fann SATC - hringinn minn!!! O happy day!


Time for a change ...

Það er alltaf sama sagan hjá mér. Ég get aldrei verið ánægð með hárið mitt. Eina stundina vil ég stutt hár og þá næstu vil ég sítt. Ég er líka nokkuð heppin því að hárið mitt vex nokkuð hratt. Á síðustu árum hef ég verið með hinar ýmsu hárgreiðslur, stutt, sítt, skakkt, beint, permanet og að lokum með og án topps. Hárliturinn hefur nú samt alltaf fengið að halda sér. Ég er of mikil skræfa í þeirri deild. 
    En núna hef ég verið að safna heldur lengi og finn að nú er komin tími á breytingu. Ég hef verið að safna að mér hinum ýmsu myndum með greiðslum sem mér líkar og held að séu ekki "high maintance". Ég þarf hárgreiðslu sem þarf ekki stanslaust að blása og slétta. Er smá löt manneskja. obbosí.

Hér er það sem ég hef verið að skoða og pæla í:

Fíla hárið á Sophie Buhai (t. v.) sem er hluti af 
hönnunardúóinu á bak við Vena Cava


Michelle Pfeiffer sem Elvira Hancock í Scarface,
 smá svipað og hjá Buhai hér fyrir ofan.



Svo er það Jane Birkin og toppurinn hennar, en 
toppurinn hennar væri líklega hinn fullkomni 
"þarf ekkert að gera við" toppur


Nichole Richie, fíla bæði síddina og
þennan hliðartopp


Hin fínafína Zooey Dechanel og 
fallegi þykki toppurinn hennar.


Lauren Conrad. Fíla smá þessa hársídd.

Hmmm... útfrá öllum þessum myndum sýnist mér að ég eigi að fá mér topp. Samt veit ég ekki. Ætti ég kannski bara að lita það? 
x- 
Mest óákveðna manneskja í heimi

ps. hér er nýja uppáhaldslagið mitt 










Tuesday, January 25, 2011

Hamingja og heilsa...


... eru semsagt mottóin mín þessa dagana enda er ég mjög dugleg í mínu heilsuprógrammi, sem á að endast mér út ævina (eða þangað til að ég fer til Edinborgar og síðan eftirá). En allavega langaði að deila með ... Auði... ákveðnum youtube - póstara sem er í uppáhaldi hjá mér:





Og ég geri þetta!! Alltaf þegar ég er að fara að baktala einhvern þá tékka ég á símanum mínum áður!
Allavega, hún heitir Natalie og er frá Ástralíu og er með frábæran húmor. Ég elska að skoða myndböndin hennar og þá sérstaklega þegar ég uppgötvaði ákveðna síðu sem hún bloggar á þar sem hún lýsir útlandaferðum sínum. Hún er semsagt að ferðast um heiminn í boði lonelyplanet.com (held ég allavega) og postar mjög skemmtilegum myndböndum úr hverju landi. og DJÖFULL langar mig til að ferðast þegar ég sé þetta. Aðeins of langt í 18. febrúar. 





Allavega... Ég get semsagt horft endalaust á þessu bjánalegu myndbönd enda er ég stundum með fáránlegan húmor. 

En hversu slæmt er það þegar ég er farin að ímynda mér þetta þegar ég fer að sofa?:




Neinei ég er að grínast. En ég hlakka samt til að fá mér einn feitan þegar ég fer út.

Æjá, ps. síðan hjá Natalie er semsagt: http://www.lonelyplanet.com/blog/natalietran/

Saturday, January 22, 2011

YummyYummyYummy

  
Kaka í bolla!



 Rakst á þetta og ég VERÐ að prófa hana. Hún er aðeins of girnileg.
Það tekur tvær mínútur að búa til deig og tvær og hálfa mínútur í örbylgjuofninum! 
Hversu mikil snilld er þetta!?
Geri hana einhvern tímann þegar ég fæ kökuþorsta!



Hér er linkurinn á síðuna með uppskriftinni.

Smelly in my belly

Mig langar að deila með ykkur (og þegar ég segi ykkur meina ég þér, auður, því það veit enginn annar af síðunni) nýja ædolinu mínu; Kelly Osbourne, sem ég byrjaði að dýrka eftir að hafa séð þetta myndband: 





 Þegar hún (og við öll) var yngri þá fór hún í taugarnar á mér, man svo vel eftir þessum osbourne þáttum sem voru eiginlega byrjunin á öllum þessum hræðilegu mannskemmandi raunveruleikaþáttum. 





En Kelly sannaði fyrir mér að það ER hægt að grennast og verða kúl án þess að fá anorexíu. og þúst... hún er krútt.

Friday, January 21, 2011

fimmtudagstjill

Er að horfa á The Wizard of Oz og er alveg ástfangin af litunum, lögunum og gleðinni. Ég hef ekki séð þessa mynd síðan ég var svona 10 ára og  er því nú uppfull af nostalgíu. 






Þetta er kannski ágæt tímasetning hjá mér þar sem það á að fara að setja á svið galdrakallinn í oz einhvern tímann hérna í Borgarleikhúsinu (skilst mér) ... Var að hlusta á útvarpið um daginn og heyrði nokkrar litlar stelpur sem ætluðu í prufuna fyrir leikritið og sungu fullum hálsi "sommmVEEEEEER óver ðe reinBÓÓ"


Tuesday, January 18, 2011

Under pressure


 Ég er að hlusta á Robyn (anytime you like) þannig að titillinn á við það, en finn líka sjálf fyrir þrýsting frá ákveðnu fólki - hósthósthóstauðurhósthósthóst -  þannig að fannst þetta viðeigandi. 

Ég vil benda á það sem ég mun skrifa um hérna er tónlist, kvikmyndir og tíska. Ég er nefnilega einn frumlegasti og frábærasti bloggari HEIMSVERALDAR. 



Ég er ótrúlega hamingjusöm í dag þar sem allt sem ég er að gera gengur frekar vel og ætla því að posta þessu dásamlega lagi (fyrir ofan) til að halda upp á það. 

Annars kem ég kannski með eitthvað merkilegra seinna... 

kv. Guðrún

Vínber og Varalitir






 Stick around 
- Vínber og Varalitir -