Um daginn fékk ég lánaðan disk hjá Guðrúnu með Joni Mitchell. Síðan þá hefur diskurinn verið á repeat og ekki fengið að vera í friði. Joni Mitchell er í einu orði frábær. Ég dáist að henni. Ég hef komist að því að hún er ekki aðeins tónlistarkona heldur er hún málari og ljóðskáld líka. Það má því kalla hana fjöllistakonu.
Hún fæddist í Kanada árið 1943 og skemmtileg tilviljun hér. Pabbi hennar er að hluta til norskur og pabbi minn er norskur. Kannski erum við tvær þá skyldar. Líklega ekki en það má alltaf vona.
Eftir að hafa lokið menntaskóla og einu ári í listaháskóla ákvað hún að söngurinn rétta leiðin fyrir sig og flutti því til Toronto til að reyna að gera feril úr þeim hæfileika sínum. En stuttu eftir að hún fluttist þangað eignaðist hún dóttur. Hún sá ekki fram á að geta gefið dóttur sinni það líf sem hún átti skilið og gaf hana því frá sér til ættleiðingar. Það má sjá í mörgum lögum hennar að þessi lífreynsla hafði mikil áhrif á hana. Sérstaklega er það áberandi í laginu Chinese Café/Unchained Melody. Þar talar hún um að hún þekkir ekki dóttur sína því að hún gat ekki alið hana upp. Þær sameinuðust þó seinna og ég veit ekki betur en þær eiga í ágætu sambandi í dag.
Hún skrifaði fyrsta samningin sinn árið 1967 við Reprise Records og kom fyrsti diskurinn út ári seinna. Mörg lög urðu vinsæl hjá henni en diskurinn sem kom henni á kortið var Court and Spark (1974). Árið 2002 tilkynnti hún að hún ætlaði að hætta í tónlistarbransanum vegna hversu ósátt hún væri við tónlistarbransinn og hvernig hann væri orðinn í dag. En hún kom þó með nýjan disk, Shine, árið 2007. Á tónlistarferli sínum hefur hún gefið út 19 diska samtals og hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlistina sína.
Hún er haft áhrif á marga tónlistarmenn og verið mörgum "inspiration". Þar á meðal þeirra eru Led Zeppelin, Morrisey, Elvis Costello, Björk, Johanna Newsom og Madonna. Að mínu mati er hún því eins og menntagyðjur grísku goðafræðinnar. En þær voru verndargyðjur ýmissa listgreina. Það er mjög erfitt að flokka tónlistina hennar í einn flokk en auðveldast er að segja að hún spili jazz og folk blandaða tónlist. Sjálf sagði hún: “I looked like a folksinger, even though the moment I began to write, my music was not folk music. It was something else that had elements of romantic classicism to it.”
Ég hef fengið að kynnast lögunum hennar á ýmsan hátt. Fyrsta lagið með Joni Mitchell heyrði ég þegar ég var sirka 7 ára. Enþá hafði Janet Jackson tekið viðlagið úr “Big Yellow Taxi” og rappað það upp. Ég fæ alltaf jafnmikið nostralgíukast þegar ég heyri það lag. En fyrsta skiptið sem ég heyrði lag með henni fyrir alvöru var þegar ég var 13 ára og heyrði lagið “Both Sides Now” í klassísku jólamyndinni Love Actually. En ég byrjaði ekki að hlusta almennilega á hana fyrr en í kringum 18 ára þegar vinkona mín tók lagið “A Case of You” í Söngvakeppni Framhaldskólanna. Síðan þá hef ég reglulega tekið mín Joni Mitchell köst og virðist vera í einu núna þessa dagana.
Aðeins of svöl kona!
Hér læt ég fylgja með lagið California því þar vil ég vera núna!
oooog eitt gamalt og gott upp á gamanið. Hér er lagið hennar Janet Jackson
sem sló svo eftirminnilega í gegn.
p.s. hér er linkur yfir á síðuna með málverkunum hennar fyrir áhugasama.





No comments:
Post a Comment