Tuesday, January 25, 2011

Hamingja og heilsa...


... eru semsagt mottóin mín þessa dagana enda er ég mjög dugleg í mínu heilsuprógrammi, sem á að endast mér út ævina (eða þangað til að ég fer til Edinborgar og síðan eftirá). En allavega langaði að deila með ... Auði... ákveðnum youtube - póstara sem er í uppáhaldi hjá mér:





Og ég geri þetta!! Alltaf þegar ég er að fara að baktala einhvern þá tékka ég á símanum mínum áður!
Allavega, hún heitir Natalie og er frá Ástralíu og er með frábæran húmor. Ég elska að skoða myndböndin hennar og þá sérstaklega þegar ég uppgötvaði ákveðna síðu sem hún bloggar á þar sem hún lýsir útlandaferðum sínum. Hún er semsagt að ferðast um heiminn í boði lonelyplanet.com (held ég allavega) og postar mjög skemmtilegum myndböndum úr hverju landi. og DJÖFULL langar mig til að ferðast þegar ég sé þetta. Aðeins of langt í 18. febrúar. 





Allavega... Ég get semsagt horft endalaust á þessu bjánalegu myndbönd enda er ég stundum með fáránlegan húmor. 

En hversu slæmt er það þegar ég er farin að ímynda mér þetta þegar ég fer að sofa?:




Neinei ég er að grínast. En ég hlakka samt til að fá mér einn feitan þegar ég fer út.

Æjá, ps. síðan hjá Natalie er semsagt: http://www.lonelyplanet.com/blog/natalietran/

1 comment: