Wednesday, January 26, 2011

Öss bíddu nú aðeins...

Fyrir svona rúmlega ári, þegar ég var ennþá í menntaskóla, þá fékk ég það gríðarlega hrós frá félagsfræðikennaranum mínum að hún hafi rekist á mynd í Morgunblaðinu af þessum manni: 



Hann var semagt í einhverju auglýsingu og þegar hún sá hann varð henni strax hugsað til mín. Hann minnti hana svo mikið á mig. Og þegar maður er 19 ára stelpa þá getur það varla talist vera hrós. En hún bætti því við að hann var sko í dragi. Ó! Okei þá líður mér miklu betur. 

Þetta varð síðan fljótt einkahúmor hjá bekknum mínum, öllum vinkonunum og jafnvel fjölskyldunni. 

En ég meina samt... Í guðanna bænum, þetta er skeggjaður karlmaður!!




Þess vegna hefur mér alltaf þótt það huggandi þegar fólk líkir mér við uppáhalds leikkonuna mína, Amanda Seyfried. Hún er svo ótrúlega falleg og með sérstök í útliti. Það eina sem er samt líkt með okkur er samt það að ég er með ágætlega stór augu (samt ekki jafn mikið og hún). Og ég var ljóshærð. En ég reyni að þylja í huganum "Amanda Seyfried Amanda Seyfried Amanda Seyfried" í hvert skipti sem ég sé mynd af Ólafi, bara svona til að minna mig á það að ég líkist allavega einhverjum kvenmanni líka. 

En að öllu gamni slepptu (ég tók þetta aldrei nærri mér sem kennarinn sagði, sá strax kómísku hliðina) þá er Amanda Seyfried í miklu uppáhaldi hjá mér - þó hún sé kannski ekki besta leikkona í heimi. 










Hún leikur líka í einni bíómynd sem ég algjörlega elska. Enda er ég algjör sucker fyrir þessum svonefndu "chick-flicks":




Þessi er þó reyndar nánast á sterum, hún er svo væmin. Og endirinn fer alveg með mig. En ég elska hana samt. Og svona náttúrulega Mean Girls og Mamma Mia.

En í lokinn ætla ég að setja inn þann hárlit sem mig langar í, fyrst að Auður var eitthvað að velta fyrir sér hárstílum.





Ég efast samt um að ég þori að lita það svona. Er líka eitthvað að reyna að worka náttúrulega hárlitinn þessa dagana...

PS. Fann SATC - hringinn minn!!! O happy day!


4 comments:

  1. haha þessum kennara hlítur að vanta gleraugu!
    En annars er Amanda líka í uppáhaldi hjá mér! og það er alveg satt hjá þér Letters To Juliet var alveg óbærilega væmin...

    Vaka

    ReplyDelete
  2. Haha já þessi kennarinn var eitthvað annað en venjulegur... Ég gæti örugglega talað endalaust um hann en læt þessa bloggfærslu nægja.

    Ps. til hamingju með að vera fyrsta manneskjan til að kommenta á síðuna okkar (vorum að byrja hana fyrir stuttu)!

    ReplyDelete
  3. TAKK FYRIR AÐ SEGJA MÉR FRÁ ÞESSU BLOGGI! NOT.

    Þið eruð líkar, ekki afþví að þið eruð með stór augu og ljóst hár. Prófum í Edinborg að mála þig eins og hún á einhverri mynd og þá eruði identical!

    kv. Freyja

    ReplyDelete
  4. sorry freyja!! við náum aldrei í hvor aðra!

    og haha ok ég mun reyna að plata fólk til að fá eiginhandaráritun hjá mér í edin

    ReplyDelete