Wednesday, January 26, 2011

Time for a change ...

Það er alltaf sama sagan hjá mér. Ég get aldrei verið ánægð með hárið mitt. Eina stundina vil ég stutt hár og þá næstu vil ég sítt. Ég er líka nokkuð heppin því að hárið mitt vex nokkuð hratt. Á síðustu árum hef ég verið með hinar ýmsu hárgreiðslur, stutt, sítt, skakkt, beint, permanet og að lokum með og án topps. Hárliturinn hefur nú samt alltaf fengið að halda sér. Ég er of mikil skræfa í þeirri deild. 
    En núna hef ég verið að safna heldur lengi og finn að nú er komin tími á breytingu. Ég hef verið að safna að mér hinum ýmsu myndum með greiðslum sem mér líkar og held að séu ekki "high maintance". Ég þarf hárgreiðslu sem þarf ekki stanslaust að blása og slétta. Er smá löt manneskja. obbosí.

Hér er það sem ég hef verið að skoða og pæla í:

Fíla hárið á Sophie Buhai (t. v.) sem er hluti af 
hönnunardúóinu á bak við Vena Cava


Michelle Pfeiffer sem Elvira Hancock í Scarface,
 smá svipað og hjá Buhai hér fyrir ofan.



Svo er það Jane Birkin og toppurinn hennar, en 
toppurinn hennar væri líklega hinn fullkomni 
"þarf ekkert að gera við" toppur


Nichole Richie, fíla bæði síddina og
þennan hliðartopp


Hin fínafína Zooey Dechanel og 
fallegi þykki toppurinn hennar.


Lauren Conrad. Fíla smá þessa hársídd.

Hmmm... útfrá öllum þessum myndum sýnist mér að ég eigi að fá mér topp. Samt veit ég ekki. Ætti ég kannski bara að lita það? 
x- 
Mest óákveðna manneskja í heimi

ps. hér er nýja uppáhaldslagið mitt 










1 comment: